Ég er búinn að berjast barráttu hérna í vinnunni frá degi eitt, um það að notað verði ákveðið upptökuforrit sem heitir Pro tools.....&þegar ég byrjaði þá sögðu gömlu jálkarnir hér í útvarpinu að ég væri að berjast vonlausa baráttu, þeir sögðust hafa gefist upp á því fyrir tíu árum....Ég gafst aldrei upp&nú eru kraftaverk að gerast...Þannig er nefninlega að verkfræðingur útvarpsins er persónulega á móti þessu forriti, þrátt fyrir að flestir nota það í tónlist í heiminum....En nú er þannig komið að búið er að kaupa eitt stórt kerfi sem við notum í hljóðsetningu, og nokkur minni kerfi, &í gær var keypt miðlungskerfi fyrir tónlistareftirvinnslu/hljóðsetnignu.....Heyr heyr
Lítið skref fyrir manninn, en RISA skref fyrir hljóðmanninn....
Ljós mitt skein. kl:13:56