*
The Passion of christ, the pest and the incredible vacuum cleaners.
*
Ég skellti mér á hina umtöluðu Mel Gibson mynd, og verð að segja að ég er mjög ánægður. Þótt að það hafi verið ótrúlega vont að horfa stundum, þá var það nauðsynlegt. Mér finnst að það eigi að vera skildumæting á þessa mynd og það eigi að sýna hana í grunnskólum jafnvel (lítið ofbeldi þarna miðað við flesta tölvuleiki nútímanns). Enn að öðrum og mikið mikilvægari hlutum......þá er ég enn að berjast við flensuna sem greip mig í síðustu viku og hún virðist ekki ætla að fara. Hlutir eins og að fara í sund, út að labba eru farnir að bera mikla merkingu og farnir að skipta mig miklu máli (og þá minnist ég ekki á að fara út að hjóla) urrrrr. Enn eins og merkir menn vita að þegar manni líður illa þá fer maður bara í Elkó og allt verður í lagi. Þannig að ég dreif mig niðureftir (með hálsbrjóstsykurpokann í hendinni) og skellti mér á tilboð aldarinnar. . . . . . . . Rauða NILFISK ryksugu með míkró filter, hanskahólfi og skiptanlegum hárhausum.......á aðeins 9900.- Ef þú veist um betri aðferð við að láta sér líða betur þá vil ég heyra hana.
Ljós mitt skein. kl:12:44