Ég & Hlynur fórum að hjóla eftir langa veikinda&vontveður pásu. Áður enn ég held lengra þá er staðurinn sem við förum yfrleitt á rétt hjá Bláfjalla afleggjaranum Hafnarfjarðarmeginn. Þetta er vatn, reyndar eru 3 eða 4 vötn þarna í kring & heita þau öll það líku nafni að ég rugla þeim öllum alltaf saman. Við fórum semsagt að Hvaleyrarvatni, Kleyfarvatni eða Hafravatni (ekki alveg viss ;) Enn þegar nær dró keyrðum við í gegnum snjólínu dauðans, bara allt á kafi í snjó tíu mínútum frá bænum. Og við vorum næstumþví búnir að festa okkur og hvaðeina. Við snerum semsagt við og keyrðum í áttina að öðru vatni (eitt af þessum þremur fyrrnefndu) og þar var sko enginn snjór. Allt glimrandi fínt, við fundum fínar spóngryfjur & djöfluðumst þar aðeins, fórum svo smá ferð eftir vegarslóðum. Ég var á eftir Hlyni & horfi skyndilega á hann negla útaf eftir að hafa misst af einni beygju, og hann kastaðist af hjólinu með látum & flaug á hausinn. Það kom ekkert alvarlegt fyrir enn þetta var ágætis sjokk fyrir okkur báða.........
Audíinn er kominn á lappir eftir viku langa legu í skúrnum, og er búið að taka mikið á að koma honum á ról. Það hefur gjörsamlega allt komið fyrir sem gat komið fyrir og er búið að pirrast mikið & sparka í dekk&annað lauslegt. Enn það hressir nú bara. Vona bara að pirrið í mér hafi ekki rist djúpt í þá sem voru í kringum mig á þessu tímabili;) RESPECT ! !
Ljós mitt skein. kl:10:41