Fór í dag að hjóla á crossbrautinni við Grindavík, Algjör snilld á ferð. Hitti þar tvo efnilegustu motocross kappa á landinu. Annar þeirra er
Aron "Pastrana" held ég, einn efnilegasti crosskappi á landinu, og hinn (náði ekki nafninu) algjör snillingur. Enn þessir ungu herramenn sýndu mér hvernig ætti að bera mig til að ná besta árangri. Og svei mér þá, held ég að þeir hafi kennt mér að hjóla upp á nýtt. Og það gekk mjög vel þangað til að ég var orðinn aðeins of þreyttur&missti einbeitninguna örlítið&prjónaði svona hressilega yfir mig, með þeim afleiðingum að hjólið er útí skúr all verulega laskað. Enn Hlynur kíkti í heimsókn með Bruno vini sínum. Og eftir smá skoðun þá dæmdu þeir þetta ekkert alvarlegt. Bara rikkja hér&Líma aðeins þá verður allt gott. Ég er hinsvegar stráheill, fyrir utan smá snúning á ökkla.
Megi æfingin skapa meistarann !
Ljós mitt skein. kl:23:10