Hlynur kom í gær&við hoppuðum út í skúr að skúrast eitthvað smá. Það endaði með því að við tókum "air bag-inn" úr Audíinum til að setja í svaka stýri sem ég á. Þetta tók doldið langan tíma af því að hvorugur okkar var tilbúinn í að fjarlægja gamla stýrið sem er með airbag. Varað hefur verið mikið við því að taka airbag úr því hann getur sprungið upp&það er ekki gott. Það endaði með því að ég klippti á vírana með smá rifu á hurðinni&ég fyrir utan. Mér leið náttúrulega eins& sprengjusérfræðing hjá FBI, enn Hlynur var duglegur að þurrka svitann. Þetta tókst á endanum slysalaust eftir að ég klippti á réttan vír. Svo fórum víð í Pool á sportbarnum&fengum skrítinn bjór. Þegar við vorum að borga fékk Hlynur sér saltstangir sem voru á borðinu, ég tók eftir þessu&fékk mér líka&hugsaði hvað það væri flott að hafa svona veitingar ókeypis á barnum. Hlynur fékk sér ekki meir, enn ég fékk mér fullt. Svo þegar við komum út þá var Hlynur hlægjandi&sagði mér að hann hefði séð skilti á vegnum sem stóð á "saltstangir 300kr." Og gaurinn sem hefði átt þetta hefði bara horft á mig rosalega vandræðalegur. Enn ég tók ekkert eftir því. Það var gaman að tala við hann.
Ljós mitt skein. kl:21:51