*
Sunnudagur til lægðar
*
Vaknaði snemma á Sunnudagsmorgunn til að taka upp messu í Dómkirkjunni&þegar ég mætti þangað reyndist það vera einhver kraftmessa dauðans því það var extra stór kór&læti. Það hressti mig ógurlega.....Rakst svo á einn úr kórnum sem bauð mér á tónleika um kvöldið. Reyndar vantaði hann ekki gesti á tónleikana, heldur var hann að leita að upptökumanni ógurlegum&hann fann hann þó ég segi sjálfur frá HAHAHAHAHA. ehemm !! Að öllu glensi slepptu þá fór ég í hús Karlakórsins Ými og tók upp tónleikana&voru allir ansi ánægðir. Skellti mér svo í betri sófann&sameinaðist honum meira eða minna&glápti á myndina "Rundown" með uppáhalds frúnni minni. Myndin kom mér verulega á óvart þ.e.a.s náði að horfa þónokkuð langt fram yfir auglýsingarnar...zzzzzzzzzzz
Ljós mitt skein. kl:18:10