* Ef ég ætti ósk * Enn nú hefur bæst við heiðurslinkur....Það er útgáfufyrirtækið ECM ( stendur fyrir "Editions of Contemporary Music" ). Þeim er það til lizta lagt að geta gefið út háklassa plötur án þess að það bitni á tónliztarmanninum með einum eða öðrum hætti. Ofan á það er hinn óviðjafnalegi Jan Erik Kongshaug sem er einn eftirsóttasti jazzupptökumaður í heimi, & get ég tekið fullkomlega undir það (hann er í guðatölu). Allar plötur frá ECM eiga þetta sameiginlegt: Hljómburður er sá besti sem völ er á, tónliztarmennirnir eru flestir þeir fremstu á heimsmælikvarða, tónliztin er mjög vel útsett, plötuumslögin eru öll hágæða&mjög eiguleg. Flestar plöturnar fást í Tólf tónum á Skólavörðustíg. ECM gefur aðalega út Jazz&nýbylgju enn þó koma einstaka plötur sem flokkast í önnur hólf. Sjálfur hef ég keypt mér nokkrar plötur frá ECM&alltaf hef ég verið bergnumin. Take the trip. You will never look back again. |
|