Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->

* Klaustur 2004 *
Ég gleymi seint tilfinningunni sem við Hlynur vorum með kvöldið fyrir mótið. Við fórum að skoða brautina, &við höfum aldrei séð annað eins. Það tekur um hálftíma að aka einn hring&þar af er um 70% fínn sandur&svo taka við þverhníftar brekkur, hólar&hæðir. Þegar tekur að líða á keppnina, þá verður brautin mjög grafin&erfitt að keyra hana.......Hlynur tók að sér að starta&hann segir að það hafi verið gjörsamlega rosalegt. Svo þegar hann var að klára fyrsta hring&ég átti að taka við, þá fór hjólið mitt ekki í gang(talandi um tímasetningar). Þannig að Hlynur þurfti að taka annan hring strax á meðan þjónustuliðið okkar ógurlega skipti um kerti í mínu hjóli. Það þurfti semsagt að fara að finna þjónustuliðið&gefa því kaffi svona rétt til að hressa þá við. Enn það tókst að lokum....Ég ákvað svo að hætta þegar liðið var á keppnina vegna ofurþreytu&þá tók Hlynur út einhverja ofurtakta&kláraði helvítis keppnina eins&hann hafi aldrei gert neitt annað, hjólaði semsagt fjóra hringi í röð.......Hann er ekki ennþá farinn að skilja hvernig hann gat þetta. Semsagt mikil átök&miklir sigrar&við erum ákveðnir að koma sterkir inn á næsta ári....

Skoðaðu video af startinu * HÉR *

.