Það koma stundum tímar sem ég sest fyrir framan sjónvarpið, &þegar það gerist er ég búinn að vinna að allri útsendri dagskrá í Ríkissjónvarpinu þannig að ég nenni ekki að horfa á hana aftur. Þá er bara skjáreinn í boði, &yfirleitt er það svo innantómt frauð að ég enda oft á Omega í von um að detta inná góða klámmynd eða svo....&í gær var soldið flottur þáttur þar sem tók púls á forsetaframbjóðendunum (vááá langt orð). Eini gallinn var stjórnandi þáttarins. Anti kristur sjálfur Gunnar Þorsteinsson, held ég að hann kalli sig í þetta skiptið. Enn anyways þá komu þarna ÁSTþór&Baldur&voru þeir teknir í erfiða yfirheyrslu. ÁSTþór er náttúrulega með flottan texta, enn það er eitthvað við hann sem gerir það að verkum að allt sem hann segir virkar eins og hann sjé að selja manni fótanuddtæki með innbyggðu krullujárni fyrir tvo. Maður er með allar varnir uppi, &á endanum slakar maður á&gæti keypt hlutinn (jafnvel bara til að þurfa ekki að hlusta á viðkomandi lengur) &þá kemur þessi ónotatilfinning, svipuð eins og að sé verið að taka mann í ósmurt svartholið og það er röð fyrir utan fangaklefann af mönnum sem hafa ekkert fengið að gera annað enn að tattoovera nöfn fyrrverandi elskhuga á hvorn annan í von um fyllingu...(ekki eins og ég hafi reynslu í því). Enn svo kom Baldur, &það var algjör galdur. Hann fyllti mann af tilfinningu eins&amma gat ein gert, maður var glaður&öruggur&fannst eins&allt væri í lagi þegar maður var í kringum hana. &allt sem hann sagði hafði meiningu&hafði gildi. Og hann veit hvað skiptir máli. Mér þykir strax vænt um þennan mann. Hann er uppáhalds bangsinn minn. Talandi um dýr þá þykja mér grísir bara harðir&skítugir eins&strákústur....Hafa fínt notagildi enn maður setur þá alltaf beint inní skáp að notkun lokinni.
Gott að vera mikilvægur, enn mikilvægara að vera góður !
Ljós mitt skein. kl:13:15