Jæja frekar lítið bloggefni á ferð þessa dagana, ég&Binni höfum ekki undan að koma frá okkur símum, sem er frekar jákvætt. Þannig að ég eyði flestum mínum dögum í það&ekkert meira um það að segja........... Enn það verður ættarmót hjá fjölskyldunni minni um helgina&hlakka ég mikið til. Haldið verður golfmót á Flúðum snemma á lördag&svo verður brunað upp í Slakka hjá Helga bróðir hans pabba. Þar verður grillað og tekið í minigolf, spilað pool&farið í pílukast, dansað&sungið langt fram eftir nóttu.
Allt í einu get ég ekki beðið.
Ljós mitt skein. kl:20:10