*
Tómatssósa & túrtappar
*
Þessi dagur er búinn að vera hreint ótrúlegur. Keyrt var af stað á Hellu til að fara í fallhlífastökk. Helga&Eygló&Gunni&Finnur ætluðu að stökkva í freefall með kennara úr tíúþúsund fetum....Ferðin byrjaði á select á höfða, þar fórum við&tókum bensín. Svo vorum við komin út í bíl þá kemur Eygló skælbrosandi með e-h í poka. &segir strax "vá hvað ég gerði góð kaup" Við urðum náttúrulega mjög forvitin&kíktum í pokann&sáum þá 1/2 líter af tómatssósu&túrtappakassa. &áður enn við vissum af vippaði hún þessu úr pokanum&byrjaði að kreista tómatssósuna yfir túrtappa......Svo labbaði hún&setti rauðan túrtappann varlega á rykssugustútinn, &annan til á ruslatunnuna...Við örguðum úr hlátri&þá valhoppaði hún inní bílinn&sagði að þetta hefði verið skemmtileg tilbreyting. Svo fórum við á Hellu&ég hafði ýmindað mér að þetta tæki ekki langan tíma, enn það endaði á því að þegar Eygló&Helga voru búnar að stökkva var klukkan orðin 1500, &ég átti að mæta í vinnu klukkan 1600, &var ekki á bíl. Það endaði með því að mamma&pabbi voru á leiðinni úr sumó&pikkuðu mig upp&ég rétt slapp í vinnuna um 1800, til að senda út sjónvarpsfréttir kl 1900.........
Lífið sér um sig sjálft......Nema hvað .
Ljós mitt skein. kl:18:12