*
Lax lax lax&aftur lax
*
Mér&Binna var boðið í dýrindis veislu í gær af uppáhalds fólkinu mínu, Hlyn&Lísu. Þau grilluðu lax, &er erfitt að lýsa því hvað hann var góður!! Enn hann var svo góður að ég borðaði þvílíkt yfir mig....(sjá mynd af laxinum hér til hægri) Hann var veiddur í Iðu af Hlyni um verslunarmannahelgina eftir pöntun frá mér......Svo fylgdi þessu náttúrulega eftirréttur dauðans (ís með jarðaberjum&bláberjum kaffært í marssósu)...Á endanum þurfti ég að vellta mér heim&uppí rúm gjörsamlega að springa....Þetta hverfur seint úr minningunni.
Takk fyrir mig.
Ljós mitt skein. kl:06:22