*
Mikið að gera í góðu veðri
*
Þessir dagar eru ótrúlegir í einu orði sagt! Ég fékk svar frá viðbótarlánasjóði í dag......&hvað haldiði ? Ég fæ að taka við viðbótarláninu sem er á íbúðinni, ótrúlegt enn satt.. Ég er yfir tekjumörkum enn vegna "sérstakra" aðstæðna fæ ég að taka lánið... Semsagt ég er að verða stoltur íbúðareigandi í Hafnarfirðinum.. Þess vegna er ekki seinna að vænna að fara að gera allt voða fínt&er byrjaður að smíða voða fínt rúm, sem mun þola ýmislegt........Svo er næsta framkvæmd að smella gólffjölum á playsið&flísaleggja hluta af baðherberginu ( ég ætla ekki að raka mig fyrr enn það er búið) HAHAHA neinei rólegur.....Mikið að gera framundan.
Best að dansa rangsælis umhverfis umhverfisráðherra....
Ljós mitt skein. kl:21:25