* Gleðilega hátíð * Einu sinni las ég frétt á netinu sem var með fyrirsögnina “Dó í náttfötum” &fjallaði hún um mann sem fannst dáinn í Tokyo 10 júní 2004, í náttfötum. &hvað er svona merkilegt við það ? Maður gerir ráð fyrir því að flestir sem deyi í náttfötum, deyi a) í svefni, sem er mjög ákjósanlegt, eða b) að deyja í faðmi fjölskyldunnar, eða í spítalarúmi – dauðinn kom hægt, þannig að þau gátu öll vanist því að vera “the undesirable one” eins og Brasilíska skáldið Manuel Bandeira orðaði það. En fréttin er svona : Þegar hann dó, var hann í herberginu sínu, þannig að spítalakenningin virkar ekki en möguleiki er að hann hafi dáið í svefni, án þess að þjást, jafnvel án þess að átta sig á því að hann ætti ekki eftir að sjá dagsljósið aftur. En það er líka annar möguleiki: Að það hafi verið ráðist á hann sem endaði með dauða. En þeir sem hafa komið til Tokyo segja að þessi hrikalega stóra borg sé ein sú öruggasta í heimi. &eru rán og annar krimmaháttur svo til óþekkt fyrirbæri í Tokyo. En aftur að manninum í náttfötunum: Það voru engin merki um átök eða neitt slíkt, og í blaðaviðtali við lögregluna á staðnum, var talið að um hjartaáfall hafi verið um að ræða. Þannig að kenningin um morð er ónýt…….. Líkið fannst af vinnumönnum sem voru að fara að rífa niður húsið, þannig að líklega var þetta maður sem hafði í engin hús að vernda, þar sem dýrt er að búa þarna, &hann hafi bara ætlað að búa þarna án þess að borga leigu. En þá kemur sorglegi parturinn: Þegar hann fannst var bara beinagrindin eftir&náttfötin þar utan um. Við hlið hans var dagblað með dagsetningunni 20 Febrúar 1984; &dagatal á borðinu var með sömu dagsetningu. Með öðrum orðum var hann búinn að vera dauður í tuttugu ár……..&enginn virtist taka eftir fjarveru hans. Fundið var út að hann hefði unnið hjá fyrirtækinu sem byggði húsið á sínum tíma, &þangað hefði hann flutt eftir að hann skildi við konuna sína í kringum 1980. Hann var rúmlega fimmtugur, daginn sem hann var að lesa blaðið&yfirgaf þennan heim. Fyrverandi kona hans leitaði hans aldrei……&það kom svo sienna í ljós að fyrirtækið sem hann vann hjá fór á hausinn snemma eftir að byggingunni lauk, þar sem þeir seldu engar íbúðir, &því saknaði hans enginn í vinnunni. Vinir hans fundust, &þeir tengdu hvarf hans við það að hann hefði fengið lánaða peninga hjá þeim, &héldu að hann gæti ekki borgað þeim &færi sér því hægt…….. Fréttin endaði svo á því að dánarbú mannsins var sent til fyrverandi konu hans………. Ég velti fyrir mér síðustu setningunni : Fyrverandi kona hans er á lífi, &í tuttugu ár hefur hún ekki haft nein samskipti við manninn sinn. Hvað hefur hún verið að hugsa? Að hann elskaði hana ekki lengur, eða hann hafi ákveðið að losa hana alveg úr lífi sínu…….Að hann hafi fundið aðra konu&horfið sporlaust….Að lífið sé þannig að þegar skilnaður hafi átt sér stað, sé enginn tilgangur í að halda áfram samskiptum….Ég ýminda mér að hún hljóti að hafa hugsað um það hvað maðurinn sem hún eyddi með góðum tíma af lífi sínu með, væri staddur…………. Svo hugsa ég um dauða manninn í náttfötunum, um einsemdina svo hrikalega að hann var dauður í tuttugu ár án þess að nokkur tæki eftir því… Mín tilgáta er : Að vera hungraður, þyrstur, blankur eða í ástarsorg eða ganga illa í skóla eða hvað sem er, þá er verra en allt vont að vita að enginn í heiminum þyki vænt um mann. Mig langar að þakka þessum manni fyrir að minna mig á hvað er dýrmætast í þessum heimi, sama hvað gengur á… Að eiga vini……. GLEÐILEG JÓL ! Elskurnar mínar ….&takk fyrir allt |
|