Ef að Svenni afi væri á lífi núna, þá mundi hann vera mjög ánægður með nýja símann minn.....Því að afi var maðurinn sem byrjaði á þessari græjufíkn& við strákarnir allavega fengum þetta í vöggugjöf....En það er svo mikið hægt að gera á þessum síma, að ég hlít að geta sent honum skilaboð eða eitthvað....Það virkar ekki með MMS (Multimedia Messaging Service), &ekki GPRS (General Packet Radio Service),né SMS (Short Message Service), né WAP (Wireless Application Protocol)....&ég held að það sé ekki TWTD (Talking with the dead) í þessum síma, en vonandi verður ekki langt í það......
Eða kannski er bara á tali, ja eða utan þjónustusvæðis.....
Ljós mitt skein. kl:14:49