Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->
Sko ég ætlaði að vera rosalega duglegur í þessum mánuði í ræktinni....En einhvernveginn óskiljanlega fór ég fyrst í morgun......&þar sem ég á að byrja í einkaþjálfun eftir 6 daga, þá verð ég að segja að ég er í tómu rugli....Ef marka má fyrverandi kúnna einkaþjálfarans, þá verð ég að gera eitthvað rótækt í málinu.....Hmmmm Aha ég fer bara úr landi, þannig að ég verð að fresta einkaþjálfuninni fram í apríl.....

Ekkert mál fyrir Jón Pál!

Læt þetta fylgja með .....

NOKKUR ÓFRÁVÍKJANLEG LÖGMÁL UM VELGENGNI

LÖGMÁL STJÓRNUNAR
Hvort ég er sátt/ur við sjálfa/n mig fer eftir því hversu mikla stjórn mér finnst ég hafa á eigin lífi.

Breyting er óhjákvæmileg og ef ég hef stjórn á breytingunum næ ég betri árangri en ella. Með því að setja mér markmið og vinna stöðugt að því að ná þeim finnst mér ég hafa meiri stjórn á breytingum.

Til að ná stjórn á eigin lífi verð ég fyrst að ná valdi á eigin huga.

LÖGMÁL ÁBYRGÐAR
Ég er fullkomlega ábyrg/ur fyrir öllu því sem ég er, verð og geri.

Ég hef ALLTAF val um hvað ég hugsa um og hvað ég geri.


LÖGMÁL BÓTA
Ef ég geri alltaf meira en mér er borgað fyrir fæ ég alltaf meira borgað en ég fæ nú.


LÖGMÁL UNDIRBÚNINGS
Góð frammistaða fæst aðeins með nákvæmum undirbúningi.

Smáatriðin gera gæfumuninn í hvert skipti, þess vegna ætla ég að vera vel undirbúin/n.

Framkvæmd án hugsunar er orsök allra mistaka.


LÖGMÁL DUGNAÐAR
Því fleiri hluti sem ég þarf að gera á stuttum tíma, því meira þarf ég að vinna að mikilvægari verkefnum.

Ég get aðeins komist að því hvað mér er mögulegt með því að leggja mikið á mig.

Ég fæ mest út úr tímanum og sjálfri/um mér þegar ég einblíni á það hvernig tíma mínum er best varið.

LÖGMÁL UM ÁKVÖRÐUN
Sérhvert skref í lífinu er ákvarðað af markmiði og vilja til að stíga það.

Ef ég hegða mér af hugrekki þá berst mér aðstoð úr óvæntustu átt.

Ég ætla að láta eins og það sé mér ómögulegt að mistakast og það mun verða svo.

Framkvæmdu !!!!!!!!!


LÖGMÁL SVEIGJANLEIKA
Velgengni mín er best tryggð þegar ég er viss um markmiðin mín en sveigjanleg um leiðina að þeim.

Erfiðleikar eru einfaldlega breyting sem er að eiga sér stað.


LÖGMÁL UM ÞRJÓSKU
Hæfileiki minn til að takast á við áföll og vonbrigði er mælistikan á þá trú sem ég hef á sjálfri mér og getu minni til að ná árangri.

Seigla er sjálfsagi í framkvæmd.