Mætti í vinnuna áðan í hádeginu, &eftir smá stund kallaði Maggi í mig úr stúdíó 4&bað mig að kíkja aðeins á sig.....Ég vippaði mér yfir&þegar ég kom inn sagði Maggi "skoðaðu þennan" &inni í hljóðklefanum sat miðaldra maður að lesa sögu, ekkert skrítið við það svo sem, en svo segir Maggi aftur&farinn að hlæja inní sér svona án þess að geta hlegið almennilega, skoðaðu hann vel....Ég skoða hann betur&allt í einu sé ég hvað var í gangi.....greyið maðurinn var með heyrnatólin öfug á höfðinu þau sneru semsagt út.....við drápumst semsagt úr hlátri...en hann var svo látinn vita af vandamálinu, &allt í góðu....
Ljós mitt skein. kl:13:14