Búið að vera mikið að gera undanfarið.....miklar sviptingar framundan.....Ég er búinn að sækja um árs leyfi í vinnunni, til að geta sinnt betur internetsímunum sem eru í mikilli uppsiglingu....&mun ég líklega fara í frí þegar ég er búinn með sumarfríið mitt sem hefst núna í lok júlí.....Þá mun ég einbeita mér að símunum&er að spá í að fara að læra eitthvað skemmtilegt með því.....Svo er að nálgast afhending á íbúðinni, eða 24 dagar nákvæmlega.....&þá verður slatti að gera í að setja upp stúdíóið, bílskúrinn&náttúrulega að gera íbúðina að sinni eigin.....Skemmtilegir tímar framundan með meiru....En í nótt fórum við Gógó í pikknikk á mjög óvenjulegan stað.....hún var á næturvakt hjá símanum, &einhverja hluta vegna kom ekki sá/sú sem átti að vera með henni á vakt, þannig að hún átti að vera ein alla nóttina......Þannig að ég kom til hennar með allskonar dót&fínerí, DVD, pizzu, nammi og allt, og svo höfðum við það bara gott í alla nótt.......
Ljós mitt skein. kl:15:07