Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->

* Flýtur vatn ? *
Jæja nú er ekkert annað í boði enn að herða á blogfærslum, þar sem allir eru farnir frá mér til útlanda......Binni farinn til Tælands að brillera, Hlynur í Köben að læra.........Jæja þá byrja ég bara þar sem það hefur safnast smá upp.....Ok, íbúðin er seld, allavega komið kauptilboð&fátt sem getur klikkað þar, ég fékk bíl uppí, &ekki af slakari gerðinni heldur Audi A6 4,2 Quattro....Hrikaleg snilld þar á ferð....eiginlega bara alveg gjörsamlega hrikaleg snilld, geðveikur bíll sem ferðast með jafn hratt í gegnum tímann&ég vil&hann þolir að fá steypubíl ofan á sig ef útí það er farið, ekki eins og það mundi einhverntíma gerast.....og síðast en ekki síst er þetta station bíll, sem rúmar vel litla barnið sem er á leiðinni&von er á í marz......Já Gógó bara orðinn ólétt&ég að verða pabbi......Það var svosem auðvitað, en það er mikil hamingja á Kambsveginum&frúnni líður mjög vel.....Svo eru símamálin á fullu ný heimasíða á leiðinni sem verður mjög flott, &þjóðfélagið loksins búið að átta sig á þessari snilld að geta blaðrað á netinu fyrir lítið sem ekkert......Svo er ég með í deiglunni annað plott, sem er að flytja inn finnsk einingarhús&hefst það upp með vorinu...meira um það síðar.....eitt&annað í gangi......Svo ætla ég að skreppa aðeins til New York í viku eftir viku, en ég fékk boð um að fá að gista frítt&er bara svo veikur fyrir góðum tilboðum.......Þarf reyndar ekki að sækja það lengra en til múttu, sem hefur aldrei getað sagt nei við góðum tilboðum.........Jæja komið gott í bili, En ég er búinn að lofa mér því að blogga meira svo þetta komi nú ekki útúr mér eins&einhver gusa......Og setja meira af myndarbloggi.....Eins&þessa mynd af nýja kagganum.....Úlala