*
Sjaldan er góður matur of oft tugginn
*
Jæja þá fer þetta að enda, endavitleysan 2005....Margt búið að gerast skemmtilegt á þessu ári, en allt annað að muna það allt. Þá kemur bloggið sterkt inn, en samt eitthvað svo lítið uppúr því að hafa, frekar oft notað sem dægrastytting frekar en sjálfsævisaga......En ég er vongóður um næsta ár, eins&öll....en aðalega verður skrítið að hafa lítið barn með sér í fórum hvert sem haldið verður.....meir en lítið spennandi. Ætli þetta séu ekki bara með stærri kaflaskiptum í þessu blessaða lífi, hmmm. &svo næst bara þegar börnin fara að heiman...En svo verður gaman að sjá hvert ég fer, hvaða hringtorg ég fer í &.s.frv á næsta ári, en stefnan er tekin á "BBB" Bjéin þrjú.......að brillera, bæta sig & brosa. Það er alveg sama hvað gengur á ef maður man eftir þessu.....Svo er náttúrulega rosalega spennandi tækniár framundan, Apple að fara að koma með mjög spennandi hluti, meðal annars......smartphone, sem er sími, MP3 spilari, tölva&myndavél, og margt fleirra..........Svo macmini sem á að vera stjórnstöð fyrir sjónvarp, netið, itunes, myndir, DVD, og allt keyrt í gegnum sjónvarp á pínulítilli fjarstýringu, mjög flott. Svo síðast en ekki síst koma allar Apple tölvur með Intel örgjörfa.......&svo spái ég því að 2006 verði Bluetooth árið mikla......semsagt allt keyrt á Bluetooth tækninni sem er snilld....Til dæmis, þá vekur GSM síminn þinn þig, þú slekkur á vekjaranum, þá spyr síminn hvort þú viljir starta kaffinu þínu núna? þú segir já, &þá fer kaffivélin í gang þráðlaust.....&það sniðugasta við þetta er að tæknin er mjög ódýr, &virkar mjög vel......Svo kemur HDTV á DVD diskum....sem verður örugglega geðveikt......&þetta á allt að gerast uppúr Janúar....Ég yrði ekkert voðalega hissa ef við værum farin að ferðast í gegnum tímann svona uppúr nóvember.....En nóg af tæknimálum, &reyndar öllum málum.....
Áramótaheitin líta svona út:
Í fyrsta lagi ætla ég að skipta þeim í 12 parta....
Þannig að þetta verða 12 mánaðarheit....
&fyrsta lítur svona út:
Fyrir Janúar
Hlaupa alla virka daga....
Gjörsamlega Brillera í business....
Elska Gógó meir & meir....
Spila meiri tónlist fyrir bumbuna...
Baka banana tertu....
Gleðilegt nýtt ár !!
Ljós mitt skein. kl:12:46