*
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
*
Eitthvað gerir það að verkum að maður verður að taka allt í gegn áður en barnið nær að segja bú........Nú er semsagt íbúðin eins&vígvöllur, ég er búinn að setja upp allskonar ný ljós undanfarið, mála barnaherbergið, rífa fataskáp í svefnherberginu, &stendur til að rífa hinn líka......En alltaf þegar maður er betrumbæta eitthvað, þá kemur eitthvað óvænt í ljós........Eins&t.d það að gaurinn sem smíðaði skápinn í svefnherberginu, tók uppá því að parketleggja á sama tíma. &hann hefur verið svo askoti blankur að hann sparaði sér heilan fermeter í parketi með því að sleppa því að leggja parket undir skápinn.......&ekki bara það heldur hefur hann eytt hálfum mánuði&örugglega helmingi meiri pening í það að fela það að parketið væri ekki undir skápnum, með allskonar MDF plötum&listum sem eru fyrir ofan parket, en skápurinn sjálfur á steingólfi, þannig að ekki var séns að sjá það fyrr en skápurinn var hálfur rifinn.....mhumpffff. Svo anyways, parketlögn er búin að bætast á listann ;) sem er bara jákvætt því það er svo gaman að smíða&dúlla sér, fyrir utan það að þetta á eftir að vera alveg geðveikt. Fórum svo í Ikea áðan að mæla&skoða nýja skápinn&löbbuðum okkar venjulega rúnt í "gallaða herbergið" &hvað haldiði nema að skápurinn sem okkur vantaði var þar á aðeins brot af sínu upprunalega verði, eftir smá prútt.......&ekkert sakar að hann sé útlitsgallaður því hann fellur inní vegginn.....En nú er bara að vona að bumban verði róleg því það er allt á hvolfi.
Ljós mitt skein. kl:19:14