Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->

* Ljósvíkingur #1 *
Tilgangur Lífsins.....

Einn sagði á dánarbeðinu:
"Á þessum tímapunkti er stóra spurningin ekki endilega: "hvernig lífi lifði ég?"
Heldur frekar: Hvernig elskaði ég?"

Síðasta prófraun af hverri leit, er leitin af ástinni. Hvað við höfum gert, hvað við trúum á&hverju við höfum áorkað, verður ekkert talið með.....
Ekkert af þessu er krafist af okkur, öllu heldur ást okkar á náunganum. Mistökin okkar verða meira að segja gleymd.......Við verðum ekki dæmd fyrir það vonda sem við gerðum, heldur það góða sem okkur mistókst að gera....
Að halda inní sér ástinni er að fara á móti lögmáli lífsins....

Dýrð/frægð alheimsins er skammvinn &það er ekki hún sem gefur tilgang lífsins - heldur ákvörðun okkar um að elta okkar eigin ýmind, &trúa okkar eigin Útópíu &berjast fyrir þeim.....Við erum öll aðalpersónur okkar tilveru, &oft á tíðum eru það nafnlausu hetjurnar sem skilja eftir sig stærstu sporin.......

Japönsk goðsögn segir frá ákveðnum múnk, sem fylltist af eldmóð eftir lestur á kínveskri bók eftir Tao Te, &ákvað í kjölfarið að stofna sjóð &safna peningum til að láta þýða bókin &prenta hana á móðurmáli sínu, svo fólkið hans gæti lesið Tao.......Það tók hann tíu ár að safna nógu &miklu......Á meðan herjaði plága á landið hans &hann ákvað að nota peningana í að reyna að hjálpa til við að lina sársauka þeirra veiku. Um leið &plágan var búin byrjaði hann að safna aftur peningum fyrir bókinni.......Meira en tíu ár liðu, &þegar hann var tilbúin með peningana, varð jarðskjálfti útí sjónum, &þúsundir misstu heimili sín í flóðinu......Múnkurinn eyddi aftur öllum peningunum sínum í að hjálpa fólkinu sem misst hafði allt.....Önnur tíu ár liðu, &honum tókst loks að gefa út bókina.......

Síðan hefur verið sagt, að í rauninni hafi hann gefið út þrjár bækur um Tao...... tvær nafnlausar &eina prentaða.......Hann trúði á sinn heim, sína Útópíu, &barðist fyrir henni......Vék ekki frá markmiði sínu, &gleymdi ekki fólkinu í kringum sig á meðan.....Nafnlausar gjörðir, sem spretta fram af góðvild til náungans, eru ekki síður miklvægir en bækur sem fylla hillur bókasafna.