*
Iða Ósk Gunnarsdóttir
*
Við skírðum í gær hérna heima, &hlaut ungfrúin nafnið Iða Ósk......Iða eftir paradísinni okkar fyrir austan, & Ósk eftir ömmu sinni.....Ömmurnar voru valdar sem skírnarvottar&eiga þær með því að passa að barnið hljóti gott&kristilegt uppeldi......Þetta átti að vera einföld&lítil athöfn, sem varð ansi stór, sérstaklega þegar allir voru búnir að troða í sig majonesi&marens......Séra Pálmi Mattíasson kíkti við&blessaði barn&heimili, gaf henni þetta yndislega nafn sem við
Gógó erum búin að berjast við að halda leyndu í nokkurn tíma......Svo var séra Pálmi náttúrulega rosalega spenntur yfir makkanum mínum, &sagði ég honum að ég væri trúboði apple, &fannst honum það ansi gott......Þetta heppnaðist afskaplega vel, en hefði aldrei geta gerst án hjálpar allra sem hjálpuðu okkar.....&þar ber hæst hún systir mín Agla Ragna sem brilleraði í eldhúsinu.....Svo ber þess að minnast að nýja síðan hennar Iðu er komin upp&hvet ég alla til að kíkja.
Ljós mitt skein. kl:09:31