Einu sinni á svona umþaðbil tíu ára fresti kemur einhver fram á sjónarsviðið með einstaka hæfileika, eða öllu heldur gerist eitthvað skrítið eins&einhverjir tveir setji saman krafta sína&eitthvað furðulegt leysist úr læðingi .......eða einhverskonar uppsöfnuð snilld í poka......&nú gerðist eitt slíkt.......Gnarls Barkley, er grúbba sem eru í rauninni tveir furðulegir náungar, sem heita Cee-Lo Green sem er söngvari/rappari & Danger mouse sem er pródúsent, &þeir voru að gefa út sína fyrstu plötu sem heitir St. Elsewhere......Þeir hafa reyndar gert eitthvað áður í sitthvoru lagi, en þetta er plata sem allur heimurinn tók eftir á einni nóttu.....Hún er í bílnum í botni hjá mér hring eftir hring, &virðist snilldin bara vera að aukast, því meira sem ég hlusta......Allavega ef ég get stamað þessu út úr mér, þá er þetta snilldarstykki sem byrjar á lagi númer 2 sem heitir Crazy........&það er CRAZY gott......&reyndar vil ég meina að þetta sé besta plata sem ég hef hlustað á síðan ég veit ekki hvenær.......&hana nú!
Ljós mitt skein. kl:09:58