*
Morgunstund gefur gull í mund
*
Einhvern veginn flækti ég mig inn í það að vinna nokkrar morgunvaktir á Rás 1, &er ég mættur klukkan sex á morgnanna......Sem er í sjálfu sér algjör snilld, því dagurinn verður svo fallegur......Fyrir það fyrsta er yndislegt veðrið núna, &svo verður dagurinn eitthvð svo heill, eða langur.....En allavega þá var pistill á morgunvaktinni, þar sem ung stelpa frá Íran sem er í háskóla hér var tekin tali.......&það var ekkert annað en það að hún var alveg í sjokki yfir því hvernig fjallað er um landið hennar í fréttum, &var meira að segja skíthrædd við að fara þangað aftur eftir að hafa horft á vesturlenskar fréttir......En svo fór hún á endanum heim til sín, &það var allt eins&hana minnti, allt yndislegt, mjög fallegt, &allir frekar frjálslyndir.......&það sem mér fannst merkilegast var að flest allt ungt fólk er bara eins&hér heima að berjast fyrir sínu frelsi.....Það er eiginlega bara alveg ferlegt hvað maður myndar sínar skoðanir á heilu heimsálfunum á röngum forsendum.......
Ljós mitt skein. kl:08:37