Fyrst skal hlaupið í þrjá hringi í kringum grasblettinn framan við aðalbyggingu Háskóla Íslands, svo skal spretta 3 sinnum yfir blettinn, svo skal skipta í 2 hópa&fara í kapphlaup yfir allt grasið&upp tröppurnar&til baka, &þeir sem ekki hlaupa skulu taka 10 armbeygjur á meðan hver&einn hleypur, svo skal taka snerpuæfingar í um 20 mínútur, henda sér í jörðina á maga, rass &bak í bland &rísa aftur mjög hratt upp, steppa svo aðeins í anda boxara, taka 50 skrúfuæfingar, 50 situps, 50 hnélyftur, 50 froskahopp &svo þegar það er búið, þá skal róa þetta allt saman &taka nokkrar djúpar armbeygjur, eða 10 venjulegar, 10 þröngar, 10 gleiðar, &svo 10 suicide.......Þegar það er búið skal taka það í sömu röð nema bara 20 sinnum hver æfing......Svo þegar það er búið skal gera 30 af hverri æfingu.....Nú, þegar það er búið skal hlaupa aftur 3 hringi í kringum grasblettinn, &koma svo niður á malarplan beint á móti Háskólanum......Nú þegar þangað er komið skal spretta á milli bílastæðastólpanna og gera eftirfarandi æfingar á stólpunum, spretta svo til baka aftur og gera æfingar þar......fyrst skal taka 10 armbeygjur spretta til baka, svo 10 hnébeygjur, spretta til baka&gera 10 armbeygjur með lappirnar uppá stólpunum, spretta svo til baka og hoppa 10 sinnum upp á stólpann á hvora löpp, spretta svo til baka og láta sig síga niður á höndunum 10 sinnum, spretta svo til baka&hoppa 10 sinnum yfir stólpann......Þetta skal svo endurtaka allt saman aftur en þá skal taka hverja æfingu 20 sinnum.....&þegar það er svo allt búið þá skal endurtaka þetta allt saman en nú 30 sinnum hverja æfingu......Svo þegar það er búið skal koma inná grasið, þar sem teknar verða aðeins eittþúsund magaæfingar, í skemmtilegri blöndu af hinum ýmsu magaæfingum.....Svo er fínt bara að teygja vel&koma sér heim........Ég er að spá í það hvort ég hefði mætt í Bootcamp tímann á laugardaginn hefði ég vitað hvað ætti að fara fram þar.....Hefðir þú ?
Ljós mitt skein. kl:13:45