Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->
Hamingja er oft umhugsanrefni hjá mér, hvað er hamingja ? Er ég hamingjusamur ? Ég held ekki ….Tilvera mín fjallar líka alls ekki um það að leita að hamingjunni. En frá því ég man eftir mér þá hef ég bara gert það sem mig langar til. &þess vegna hef ég gert allskonar skrítna hluti. Hef eignast vini & misst þá, verið í lélegum samböndum, & tekið skrítnar ákvarðanir sem hafa leitt mig í ógöngur & aðrar sem hafa leitt mig inná nýjar & jákvæðar brautir. &ef ég gæti breytt einhverju mundi ég eflaust gera ýmislegt öðruvísi í dag en ég gerði áður, en samt er alltaf eitthvað sem dregur mig áfram, en það er ekki leitin að hamingjunni..... Það sem vekur áhuga minn á lífinu eru aðstæður sem ég tel mig geta gert gagn í, & hitta áhugavert fólk sem gefur manni nýja sýn, ásamt sigrum og töpum í kringum verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Ég er með ör úr fortíðinni, líkamleg & andleg, en líka frábærar minningar sem hefðu aldrei gerst ef ég hefði ekki þorað að hoppa útí djúpu laugina. Ég tekst á við ótta minn & einmannaleika & held að hamingjusamur maður gangi ekki í gegnum þetta……En þetta skiptir minnstu máli. Ég uni mér vel, & að una sér vel er ekki samheiti hamingju, sem ég sé reyndar fyrir mér sem rólegan sunnudag með ekkert spennandi innanborðs nema sömu sjónvarpsþættina & biðina eftir næstu viku með allan sinn vanagang….

Ég er að pæla í þessu af því að ég las grein á netinu með fyrirsögninni “The science of happiness: is it in our genetic system ?” Þar voru hlutir eins og excel reiknitafla með útreikningu á hamingju í hinum ýmsu löndum, niðurstöður úr sálfræðilegri rannsókn á manni sem var að leita að hamingjunni & svo voru kennd átta skref í leit að samhljómi.
En þessi grein tók ekki á eftirfarandi, sem ég tel vera nauðsynlega þætti fyrir hvern þann sem leiðir hugann að hamingjunni….

A] Lönd sem eru með innkomu undir 10,000$ á ári, eru lönd sem samkvæmt sálfræði könnunum eru með flest alla íbúa þess mjög óhamingjusama. En hinsvegar þá var líka sannað að frá þeirri upphæð er munurinn ekki það ýkja mikill…..T.d er til sálfræðikönnun á því að 400 ríkustu menn Bandaríkjanna eru lítið sem ekkert hamingjusamari en þeir sem þjéna um 20,000$ á ári. Rökrétta mikilvægið er : Fátækt er gjörsamlega óásættanleg en gamla hugtakið “Peningar kaupa ekki hamingju” er verið að sanna aftur & aftur á rannsóknarstofum.

B] Hamingja er bara enn eitt trikkið sem genetíska kerfið okkar notar til að sinna hlutverki sínu, sem er að viðhalda stofninum. Svo til að fá okkur til að borða vel og njóta ásta, er nauðsynlegt að hafa eitthvað sem heitir nautn.

C] Það er sama hversu hamingjusamt fólk heldur að það sé , enginn er ánægður : Við verðum alltaf að vera með fallegustu konunni, kaupa stærra hús, skipta um bíla, eignast það sem við eigum ekki. Þetta er líka lúmskt merki um eðli okkar að lifa af ....Um leið og allir eru fullkomlega hamingjusamir þá þorir enginn að breyta neinu & þá hættir heimurinn að þróast….

D] Þannig að, bæði á líkamlega sviðinu (borða og njóta ásta) & tilfinningalega sviðinu (að langa alltaf í eitthvað sem maður á ekki ), hefur þróun mannkyns semsagt fyrirmæli um eina mikilvæga & algilda reglu : Að hamingja endist ekki….Hún verður alltaf bundin við andartakið, þannig að við getum ekki bara sest í góðan stól & notið þess að vera til í fullri hamingju að eilífu….

Niðurstaða mín: Betra er að gleyma þeirri hugmynd að leita eftir hamingjunni hvað sem það kostar, leita frekar eftir meira áhugaverðum hlutum eins & spennandi fólki, ögrandi hugsun & áhættumiklilli reynslu….Ég held að aðeins þannig lifum við lífinu til fullnustu & leggjum okkar að mörkum & stuðlum að hljómfegurra samfélagi & í meiri takt við önnur samfélög & við öðlumst meiri frið. Auðvitað hefur allt sitt verð, en þetta held ég að sé þess virði að borga…..