En & aftur kemur Apple mér svo skemmtilega á óvart með því að taka stefnu sem virðist alltaf vera sú eina rétta þegar maður skoðar það eftirá......Í dag hélt apple sérstaka kynningu & kom með nokkrar nýjar útgáfur af ipod & kvikmynda-kaup-download-síðu á itunes..... á næsta ári verður kominn international dreifing á þessu, sem þýðir að maður getur þá keypt DVD myndir á itunes á 10 - 15 dollara sem er asskoti gott.....En það sem kom mér mest á óvart & er komið núna er fítus í itunes7, &það er svokallað "cover flow" &virkar þannig að itunes sækir öll album af diskunum þínum & raðar þeim upp í hillu.....&nú flettir maður bara í gegnum diskana sína eftir coveri aftur........Þvílik snilld, maður nálgast diskana sína aftur sem bytheway eru bara komnir ofan í kassa niður í geymslu....

Svo endaði Steve Jobs þetta á því að segja að snemma á næsta ári kemur eitthvað sem heitir iTV (sem á reyndar eftir að fá annað nafn) en það er lítið box sem er helmingi þynnra en mac mini, &það kemur öllu sem er á tölvunni þinni eða ipopdnum á sjónvarpið þitt.....Semsagt stjórnstöð tengd við sjónvarpið &þar geturðu spilað tónlistina, skoðað myndirnar þínar & síðast en ekki síst horft á downloaduðu DVD myndirnar þínar & sjónvarpsþætti & stjórnað því öllu með fjarstýringu með 6 tökkum.....(ég spáði þessu fyrir um 6 mánuðum síðan) en lítið bar á apple símanum sem ég var að vona að kæmi núna....Hann kemur bara seinna.
Ljós mitt skein. kl:20:13