Jæja nú fékk litli álfurinn minn eitt stykki tönnslu loksins, eftir 12 lítra af slefi, sem lak jafnt&þétt undanfarinn mánuð eða rúmlega það, &ekki víst að búið sé....En hún er voða montin með hana&krækir henni í allt sem hún kemur upp í sig....Nú er bara að sjá hvernig stellið mun líta út með tíð&tíma, en ég er búin að ákveða að henni verður ekki kennt að bursta tönnslurnar, því þá gengur hún aldrei út&verður bara í skúrnum að passa pabba sinn um ókomna tíð.....ókey ;)
Ljós mitt skein. kl:20:04