Við vöknuðum snemma sunnudagsmorguninn.... Fórum í B&H búðina, sem er stærsta hljóð, Videó, ljósmyndabúðin sem ég hef komið í. Hún er rekin af gyðingum af hörðustu gerð með slöngulokka lafandi niður með kinnum, &lítil pottlok á hausnum. Að koma þarna inn minnir á kauphöll, þar sem búðin fyllist af fólki um leið & hún opnar, & allt fer á fullt.... Við náðum að kaupa sitthvað þarna inni, drifum okkur svo út til að ná hampton jitney í tæka tíð..... Hampton jitney er rúta sem tekur okkur niður til the East Hampton, við vorum búnir að panta okkur far, & auðvitað var ekkert nógu & gott nema the ambassador suite, sem er rúta sem var smíðuð fyrir körfubolta hetjur, semsagt nóg pláss fyrir lappir, & mikill lúxus.


Ferðin tók um 3 tíma &var margt að sjá á leiðinni. East Hampton var svo endastöðin &það var alveg magnað að koma þangað, því að þar hefur mjög ríkt fólk hreiðrað um sig, eins&Billy Joel, Katherine Turner, Seinfield & fullt fleirra......
Það er alveg magnað að koma þarna, ströndin er 250km löng &þar eru risavillur meðfram allri lengjunni. Hús sem að ég hef aldrei séð neitt í likingu við, &kosta stjarnfræðilega mikið.....



Við fengum svo bíl til að ferðast um, gistum fyrstu nóttina í sögufrægu húsi við Lilla lane, &seinni nóttina á ótrúlegu hóteli sem heitir Gansett green manor...... Við keyrðum svo um & fórum meðal annars í heimsókn til Elizabeth de cuevas, sem er mjög fræg listakona sem gerir ótrúlega listmuni & líka fyrir að vera barnabarn Rockefeller.....



Ljós mitt skein. kl:13:11