* Kvenn apinn og karl apinn * Allt í einu sagði hún. Hvað er það sem lætur himininn skipta um lit þegar sólin sest? Sko ef við reyndum að útskýra allt þá gætum við ekki lifað.....Svaraði karl apinn... sittu bara róleg & njóttu þessa rómantíska augnabliks sem fyllir hjörtu okkar af gleði. Kvenn apinn fylltist þá bara af reiði... Þú ert orðinn svo frumstæður & hjátrúarfullur..... Þú hefur engann áhuga á rökfræði lengur, þú villt bara njóta lífsins. Akkurat á þeirri stundu labbaði margfætla framhjá þeim.... Margfætla, kallaði karl apinn.... Hvernig ferðu að því að láta allar lappirnar þína hreyfast svona flott í takt? Ja ég eiginlega hugsa ekkert útí það....Svaraði margfætlan. Reyndu nú ! Konuna mína vantar útskýringu á því.... Margfætlan horfði á lappirnar á sér og byrjaði: Nú....fyrst færi ég þennan vöfða, nei, nei alls ekki... fyrst beygi ég líkamann svona...´ Margfætlan eyddi um það bil hálftíma í að útskýra hvernig hún færði alla fótleggina, &því meira sem hún reyndi, því ringlaðari varð hún... Að lokum gafst hún upp & ætlaði að halda áfram sinni leið,.... en þá komst hún að því að hún gat ekki labbað. Sjáðu nú hvað þú hefur gert? gargaði hún í örvæntingu... Í ákafa mínum við að útskýra þetta fyrir ykkur, hef ég gleymt hvernig ég á að hreyfa mig.... Sérðu núna hvað gerist þegar einhver reynir að útskýra allt saman? Sagði karl apinn, & sneri sér í átt að sólsetrinu & naut þess í þögninni. |
|