* ein létt saga * Einmitt þá gengu þeir í gegnum lítið hlið á litlum bóndabæ, sem þrátt fyrir að vera vel staðsettur var í algjörri niðurníðslu. ´Sjáðu þennan stað´ sagði lærlingurinn. ´Þetta er alveg rétt hjá þér.. Það sem ég læri af þessu er að margir búa við bestu skilyrði, en gera sér enga grein fyrir því og nýta ekki auðlindirnar og lifa við hrikalegar aðstæður án þess að gera nokkuð í því.... ´Ég sagði læra og kenna´ frussaði heimspekingurinn útúr sér. Það er aldrei nóg að sjá hvað er að, þú verður líka að finna orsökina. Því við getum ekki skilið heiminn nema að vita orsökina. Þeir bönkuðu uppá, og til dyra kom fjölskyldan: par og þrjú börn þeirra, öll mjög skítug og illa til fara. ´Þið búið hér fjarri öllum verslunum og menningu´sagði heimspekingurinn við heimilisföðurinn ´Hvernig lifið þið af ?´ Maðurinn svaraði mjög rólega... ´Við eigum eina belju sem gefur af sér nokkra lítra af mjólk á dag. Sem við ýmist seljum eða skiptum í nálægu hverfi fyrir annan mat. Afganginn notum við ýmist til að búa til ost, smjör og rjóma fyrir okkur..... Þannig lifum við af ´ Heimspekingurinn þakkaði fyrir upplýsingarnar, virti staðinn vel fyrir sér og fór. Þegar þeir voru að ganga í burtu, sagði hann við lærlinginn: ´Taktu kúnna, leiddu hana fram að klettinum og ýttu henni framaf ´ ´Hvað meinarðu? Þetta er þeirra eini kostur til að lifa af ´ Heimspekingurinn sagði ekki neitt.. Hann fékk ekki aðra kosti, og tók því kúnna gerði eins og honum var sagt, og beljan féll til dauða... Minningin fylgdi honum alltaf eftir þetta..... Mörgum árum seinna, þegar hann var orðinn farsæll kaupsýslumaður, ákvað hann að fara aftur á sama staðinn, segja fjölskyldunni allt af létta, biðja um fyrirgefningu og hjálpa þeim fjárhagslega... Ýmindið ykkur svipinn á honum þegar kom á staðinn og sá að litli bærinn var orðinn mjög flott býli, með trjám, blómum og bíl í bílskúrnum og hlæjandi börn að leika sér í garðinum.... Það greip hann einhver örvænting, þar sem hann sá fyrir sér að fjölskyldan hafi þurrft að selja ofan af sér til að lifa af. Hann hraðaði sér en vingjarnlegur vinnumaður varð á vegi hans. ´ Hvað varð um fjölskylduna sem bjó hér fyrir tíu árum síðan ?´ spurði hann. ´ Þau eiga þetta ennþá ´ var svarað. Furðulostinn hljóp hann að húsinu, og eigandinn þekkti hann strax. Hann spurði um heimspekinginn, en ungi maðurinn var svo æstur að fá að vita hvernig þau hefðu snúið öllu sér í hag.... ´ Sko, við áttum einu sinni belju, en hún féll framaf klettunum og dó´ sagði maðurinn. ´ Og þegar hún dó þá þurfti ég að planta niður jurtum og grænmeti til að sjá fyrir fjölskyldunni ´ Það tók náttúrulega langan tíma að koma uppskerunni upp, þannig að ég hjó niður nokkur tré og seldi viðinn. Þá þurfti ég að kaupa ung tré til að planta í staðinn fyrir gömlu tréin. Sem gerði það að verkum að ég fór að hugsa um föt barna minna, og datt þá í hug að ég gæti jafnvel farið að rækta min eigin bómul..... Fyrsta árið var mjög erfitt, en þegar uppskeran kom loks upp, var ég þegar farinn að selja kartöflur, bómul og ýmsar jurtir. Ég vissi aldrei hvað það voru miklir möguleikar í landinu´. . . ´Og reyndar er það eiginlega algjör heppni að beljan hafi dáið´. |
|