* Vegslóðinn * Enginn hafði farið áður í gegnum skóginn & því þurfti kálfurinn að troða sína eigin slóð. & þar sem kálfurinn var ungur & óskynsamur valdi hann mjög hlykkjótta leið yfir hóla & hæðir. Næsta dag kom hundur að skóginum & fylgdi sama stígnum. Seinna kom kindahjörð sem fóru sömu slóðina.... Menn byrjuðu svo að nota stíginn, beygðu hægri vinstri, upp & niður & blótuðu í sífellu hvað þetta var erfið & vond leið, & það alveg með réttu. En þeir völdu aldrei aðra möguleika. Miklu seinna var búið að nota stíginn svo mikið að hann var orðinn aðalleið fyrir alla flutninga til þorpsins sem var handan skógarins & dýr sem notuð voru til að flytja vörur voru treg að fara þennan þrönga & erfiða stíg sem tók 3 tíma að ferðast leið sem tæki um 30 mínútur ef farinn hefði verið önnur leið en leiðin sem kálfurinn valdi í upphafi. Þorpið breyttist svo í borg & vegurinn varð aðalgatan. Allir hvörtuðu yfir umferðinni og illa hönnuðum veginum.... Á meðan hló skógurinn yfir því að mennirnir velja alltaf fyrst, leiðina sem stendur þeim opinn. |
|