Gaman að sjá þig !





Ég er fluttur Hingað !!!
































































































} -->
Kennarinn tók upp stóra glerskál og setti á borðið.
Svo týndi hann upp úr poka, tíu steina á stærð við appelsínur & setti þá ofaní skálina.

Þegar skálin var orðin full upp að brúninni, spurði hann nemendur sína :

´Er skálin full?´

Allir voru sammála um það....En kennarinn tók upp möl úr öðrum poka, &með því að hrista skálina til, kom hann slatta af möl fyrir í skálinni innan um steinanna....

´Er hún full núna?´´

Nemendurnir voru sammála um að hún væri troðfull núna. Þá tók kennarinn upp þriðja pokann, sem að þessu sinni var fullur af fínum sandi, & hann hellti honum í skálina. Sandurinn smaug allsstaðar inn á milli & fyllti loks skálina.....

´Akkurat´sagði hann, ´Nú er skálin full. Hvað haldiði að ég hafi verið að reyna að sýna ykkur?´

´Að það skipti ekki máli hversu upptekinn þú ert, það er alltaf pláss fyrir eitthvað annað´ Sagði einn nemandinn.

´Alls ekki. Þessi litla sýning kennir okkur að við verðum að setja stóru steinana fyrst, annars verður ekki pláss fyrir þá....

Hvað er það mikilvægasta í lífinu okkar ? Hvaða áætlunum frestum við sífellt, ævintýri upplifum aldrei, eða ástin sem við börðumst aldrei fyrir ?

Spyrjið ykkur hvaða stóru steinar það eru sem tendra eldinn í ykkur, &setjið þá í ákvarðana skálina ykkar núna, því mjög bráðlega verður ekkert pláss fyrir þá.